Skip to Main Content

Innviðir á svæðinu

Vegakerfið. Vegagerðin á og sér um aðalveginn frá Biskupstungnabraut að Arnarbæli, golfskálanum og gamla Kiðjabergsbænum. Vegspottinn frá Kiðjabergsbænum að hliðinu að Hestlandi er í sameiginlegri umsjón FLK og Hestlands. Aðrir vegir eru í umsjá FLK að lóðarmörkum. Helstu stofnvegir í Kiðjabergi eru með bundnu slitlagi, en aðrir hlutar, svokallaðir botnlangar, eru malarvegir. Árin 2019-2021 er unnið að því að betrumbæta þá vegi og eru þær framkvæmdir langt komnar. Á svæðinu eru einnig tveir göngu- og golfbílastígar og er ætlunin að laga þá haustið 2021.

FLK á vatnsveitu þá sem veitir köldu vatni í bústaðina. Vatnið kemur úr brunni sem er í grennd við 15. braut á golfvellinum og þar er dæluskúr. Einungis þeir sem eru félagar í FLK geta tengst vatnsveitunni.

Sveitarfélagið, GOGG, lagði hitaveitu í Kiðjaberg og Hestland 2016, og kemur heita vatnið úr borholu í Vaðnesi. Nýir notendur í Kiðjabergi geta tengst hitaveitunnu og þurfa einfaldlega að sækja um það á netinu.

RARIK á dreifikerfi fyrir rafmagn í Kiðjabergi.

Eins og í flestum sumarhúsabyggðum má tengjast netinu í gegnum farsímakerfin. Tilraunir hafa verið gerðar til að fá ljósleiðara lagðan í Kiðjaberg en eins og málin standa núna eru litlar líkur á að af því verði á allra næstu árum.