FLK stendur fyrir tveimur föstum atburðum, aðalfundi og Góugleði.
Aðalfund skal halda fyrir 1. apríl. Þegar það er mögulegt er aðalfundur haldinn sama dag og Góugleðin og þá í golfskálanum. Þegar það gengur ekki þá er aðalfundurinn yfirleitt haldinn í Reykjavík.
FLK heldur Góugleði í góunni. Í hvert sinn eru valdir 6 einstaklingar í undirbúningsnefnd.
Í maí ár hvert er haldinn hreinsunardagur, sem golfklúbburinn, GKB, stendur fyrir með þátttöku FLK.
Fleiri atburðir eru ekki á vegum FLK, en golfklúbburinn stendur fyrir ýmsum atburðum svo og Kaffi-Kið. Má þar nefna Jónsmessuhátíð, bændaglímu og jólahlaðborð.