Skip to Main Content

Ýmsir fastir atburðir

FLK stendur fyrir tveimur föstum atburðum, aðalfundi og Góugleði.

Aðalfund skal halda fyrir 1. apríl. Þegar það er mögulegt er aðalfundur haldinn sama dag og Góugleðin og þá í golfskálanum. Þegar það gengur ekki þá er aðalfundurinn yfirleitt haldinn í Reykjavík.

FLK heldur Góugleði í góunni. Í hvert sinn eru valdir 6 einstaklingar í undirbúningsnefnd.

Í maí ár hvert er haldinn hreinsunardagur, sem golfklúbburinn, GKB, stendur fyrir með þátttöku FLK.

Fleiri atburðir eru ekki á vegum FLK, en golfklúbburinn stendur fyrir ýmsum atburðum svo og Kaffi-Kið. Má þar nefna Jónsmessuhátíð, bændaglímu og jólahlaðborð.