Í Kiðjabergi er einn af fallegustu 18 holu golfvöllum landsins. Krefjandi völlurinn liggur með bökkum Hvítár sem rennur meðfram nokkrum brautum vallarins. Allar upplýsingar um hann er að finna á heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs
gkb.is. Golfvöllurinn er 18 holu völlur í góðu standi, en árið 2010 fór Íslandsmótið í höggleik fram á Kiðjabergsvellinum. Fleiri stórmót eins og Íslandsmót 35 ára og eldri, sveitakeppni unglinga sem og sveitakeppni karla hafa verið haldin á vellinum. Við völlinn er einnig lítill 6 holu æfingavöllur og æfingasvæði. Klúbburinn er með fjölda golfbíla til leigu.