Félag húsasmíðameistara eignaðist Kiðjabergslandið [milli 1980 og 1990]. Það lét teikna sumahúsabyggð og golfvöll í landinu. Fyrstu bústöðunum var úthlutað nálægt 1990 og eru þeir í syðsta hluta svæðisins. Um leigulóðir var að ræða þar til árið 2013 að þeim var breytt í eignarlóðir.
Félag lóðarhafa að Kiðjabergi (FLK) var stofnað 1995, en samkvæmt lögum þurfa allir lóðarhafar að vera í félaginu. Nánari upplýsingar um félagið eru undir sérstökum flipa á heimasíðunni.
Kiðjaberg ehf á landið í Kiðjabergi, annað en þær 135 lóðir sem eru í einkaeign, þar á meðal golfvöllinn og svæði með framtíðarlóðum. Nú er félagið með nokkrar lóðir til sölu, sjá kidjaberg.com
Yfirlitskort af Kiðjabergi sýnir lóðanúmer og vegakerfið, sem og hvernig golvöllurinn liggur í landinu. Neðst á kortinu, þar sem ekið er inn í Kiðjaberg, eru framtíðarlóðir.