Á milli sumarhúsabyggðanna í Kiðjabergi og Hestlandi er fallegt tjald- og hjólhýsasvæði. Tjaldsvæðið liggur niður við Hestvatn og útsýnið yfir vatnið getur verið stórbrotið á fallegum sumarkvöldum. Rafmagn er á tjaldsvæðinu og kostar sólarhringurinn 6.000 kr með rafmagni. Á svæðinu er einnig hreinlætis-og baðaðstaða með heitu og köldu vatni. Notendur tjaldsvæðisins eru vinsamlegast beðnir um að gera upp notkun sína í golfskálanum (stóra rauða húsinu á hægri hönd áður en komið er að tjaldsvæðinu)